Enski boltinn

Solskjær ætlar að henda Van Dijk út úr húsinu sínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær brosir hringinn þessa dagana.
Solskjær brosir hringinn þessa dagana. vísir/getty
Sá sem helst tapar á því að Ole Gunnar Solskjær stýri liði Man. Utd næstu árin er Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool.

Solskjær byrjaði að byggja hús í Manchester árið 2007 og bjó í því er hann var varaliðsþjálfari United á sínum tíma.

Síðan þá hefur húsið verið í útleigu og núverandi leigjandi er Van Dijk. Þar sem Solskjær er mættur til þess að vera í Manchester hefur hann ákveðið að flytja fjölskylduna til Englands í sumar. Norðmaðurinn hefur síðustu mánuði búið á hóteli í Manchester.

Það þýðir að hann ætlar sér að segja upp leigusamningnum við Van Dijk sem þarf því að byrja að pakka og leita að nýju húsi. Solskjær segir það vera ánægjulegt að fjölskyldan geti loksins byrjað að nota húsið almennilega einum tólf árum eftir að það var byrjað að byggja það.


Tengdar fréttir

Solskjær: Þetta er draumastarfið

Ole Gunnar Solskjær skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við Man. Utd en ráðning hans kemur lítið á óvart enda hefur hann gjörbreytt leik liðsins á mettíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×