Enski boltinn

Skoraði gegn Liverpool annað tímabilið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg er kominn með þrjú deildarmörk á tímabilinu.
Jóhann Berg er kominn með þrjú deildarmörk á tímabilinu. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði annað mark Burnley í 4-2 tapi fyrir Liverpool á Anfield í dag.



Íslenski landsliðsmaðurinn minnkaði muninn í 3-2 á 91. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Sadio Mané annað mark sitt og fjórða mark Liverpool.

Jóhann Berg skoraði einnig gegn Liverpool á síðasta tímabili. Hann gerði þá mark Burnley 1-2 tapi fyrir Liverpool á Turf Moor. Ragnar Klavan skoraði sigurmark Liverpool þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma.

Jóhann Berg hefur skorað þrjú mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Alls hefur hann skorað sex deildarmörk fyrir Burnley.

Aðeins Ashley Barnes (9) og Chris Wood (7) hafa skorað fleiri deildarmörk fyrir Burnley á tímabilinu. Jóhann Berg hefur einnig gefið fimm stoðsendingar í vetur.

Burnley hefur tapað þremur leikjum í röð og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×