Lukaku heldur áfram að skjóta púðurskotum á móti bestu liðunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2019 15:30 Romelu Lukaku skorar ekkert á móti þeim bestu. vísir/getty Manchester United tókst ekki að koma boltanum í netið á móti Arsenal í gær þegar að Skytturnar lögðu Ole Gunnar Solskjær og félaga í stórleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti, 2-0. United-menn horfðu væntanlega til Romelu Lukaku þegar kom að markaskorun enda var Belginn stóri búinn að vera á miklum skriði og skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum í röð í deild og Meistaradeild. Lukaku fékk svo sannarlega færi til að skora en tókst það ekki frekar en svo oft áður þegar að hann spilar á móti einum af hinum fimm bestu liðum deildarinnar (City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni. Belganum er hreinlega fyrirmunað að skora á móti bestu liðunum í deildinni en svo tekur hann þau slakari og raðar inn mörkum nánast að vild þegar að hann er í stuði.Lukaku er nú búinn að spila átta leiki á móti bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili. Hann er búinn að byrja sex af þessum átta leikjum og spila í heildina 527 mínútur án þess að koma boltanum í netið. Á móti restinni af deildinni er Lukaku búinn að spila 1.257 mínútur í 19 leikjum og skora tólf mörk en það gerir mark á 104 mínútna fresti. Eina stoðsendingin hans á tímabilinu í deildinni kom reyndar í 3-1 tapi gegn Manchester City fyrir áramót. Þessi tölfræði ætti ekki að koma neinum á óvart því Lukaku hefur gengið illa allan ferilinn að skora á móti bestu liðum ensku deildarinnar. Í fyrra spilaði hann til dæmis tíu leiki á móti stóru liðunum og skoraði eitt mark á 860 mínútum. Manchester United á eftir tvo leiki gegn toppliðunum áður en tímabilið er búið en það á eftir að taka á móti Manchester City og Chelsea á Old Trafford.Romelu Lukaku skaut í slá af markteig í gær.vísir/gettyLeikir United og Lukaku á móti bestu liðunum í vetur:27. ágú: Man. Utd - Tottenham 0-0 Lukaku spilaði allan leikinn20. okt: Chelsea - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði allan leikinn11. nóv: Man. City - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 33 mínútur5. des: Arsenal - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði 27 mínútur16. des: Liverpool - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 90 mínútur13. jan: Tottenham - Man. Utd 0-2 Lukaku spilaði 17 mínútur24. feb: Man. Utd - Liverpool 0-0 Lukaku spilaði 90 mínútur10. mar: Arsenal - Man. Utd 2-0 Lukaku spilaði 90 mínúturLukaku á móti topp sex: Átta leikir, 527 mínútur og ekkert markLukaku á móti restinni af deildinni: 19 leikir, 1.257 mínútur og 12 mörk (mark á 104 mínútna fresti)Lukaku í fyrra á móti top sex: 10 leikir, 860 mínútur og eitt mark Enski boltinn Tengdar fréttir Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00 Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00 Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Manchester United tókst ekki að koma boltanum í netið á móti Arsenal í gær þegar að Skytturnar lögðu Ole Gunnar Solskjær og félaga í stórleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti, 2-0. United-menn horfðu væntanlega til Romelu Lukaku þegar kom að markaskorun enda var Belginn stóri búinn að vera á miklum skriði og skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum í röð í deild og Meistaradeild. Lukaku fékk svo sannarlega færi til að skora en tókst það ekki frekar en svo oft áður þegar að hann spilar á móti einum af hinum fimm bestu liðum deildarinnar (City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni. Belganum er hreinlega fyrirmunað að skora á móti bestu liðunum í deildinni en svo tekur hann þau slakari og raðar inn mörkum nánast að vild þegar að hann er í stuði.Lukaku er nú búinn að spila átta leiki á móti bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili. Hann er búinn að byrja sex af þessum átta leikjum og spila í heildina 527 mínútur án þess að koma boltanum í netið. Á móti restinni af deildinni er Lukaku búinn að spila 1.257 mínútur í 19 leikjum og skora tólf mörk en það gerir mark á 104 mínútna fresti. Eina stoðsendingin hans á tímabilinu í deildinni kom reyndar í 3-1 tapi gegn Manchester City fyrir áramót. Þessi tölfræði ætti ekki að koma neinum á óvart því Lukaku hefur gengið illa allan ferilinn að skora á móti bestu liðum ensku deildarinnar. Í fyrra spilaði hann til dæmis tíu leiki á móti stóru liðunum og skoraði eitt mark á 860 mínútum. Manchester United á eftir tvo leiki gegn toppliðunum áður en tímabilið er búið en það á eftir að taka á móti Manchester City og Chelsea á Old Trafford.Romelu Lukaku skaut í slá af markteig í gær.vísir/gettyLeikir United og Lukaku á móti bestu liðunum í vetur:27. ágú: Man. Utd - Tottenham 0-0 Lukaku spilaði allan leikinn20. okt: Chelsea - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði allan leikinn11. nóv: Man. City - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 33 mínútur5. des: Arsenal - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði 27 mínútur16. des: Liverpool - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 90 mínútur13. jan: Tottenham - Man. Utd 0-2 Lukaku spilaði 17 mínútur24. feb: Man. Utd - Liverpool 0-0 Lukaku spilaði 90 mínútur10. mar: Arsenal - Man. Utd 2-0 Lukaku spilaði 90 mínúturLukaku á móti topp sex: Átta leikir, 527 mínútur og ekkert markLukaku á móti restinni af deildinni: 19 leikir, 1.257 mínútur og 12 mörk (mark á 104 mínútna fresti)Lukaku í fyrra á móti top sex: 10 leikir, 860 mínútur og eitt mark
Enski boltinn Tengdar fréttir Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00 Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00 Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00
Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00
Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00