Lukaku heldur áfram að skjóta púðurskotum á móti bestu liðunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2019 15:30 Romelu Lukaku skorar ekkert á móti þeim bestu. vísir/getty Manchester United tókst ekki að koma boltanum í netið á móti Arsenal í gær þegar að Skytturnar lögðu Ole Gunnar Solskjær og félaga í stórleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti, 2-0. United-menn horfðu væntanlega til Romelu Lukaku þegar kom að markaskorun enda var Belginn stóri búinn að vera á miklum skriði og skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum í röð í deild og Meistaradeild. Lukaku fékk svo sannarlega færi til að skora en tókst það ekki frekar en svo oft áður þegar að hann spilar á móti einum af hinum fimm bestu liðum deildarinnar (City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni. Belganum er hreinlega fyrirmunað að skora á móti bestu liðunum í deildinni en svo tekur hann þau slakari og raðar inn mörkum nánast að vild þegar að hann er í stuði.Lukaku er nú búinn að spila átta leiki á móti bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili. Hann er búinn að byrja sex af þessum átta leikjum og spila í heildina 527 mínútur án þess að koma boltanum í netið. Á móti restinni af deildinni er Lukaku búinn að spila 1.257 mínútur í 19 leikjum og skora tólf mörk en það gerir mark á 104 mínútna fresti. Eina stoðsendingin hans á tímabilinu í deildinni kom reyndar í 3-1 tapi gegn Manchester City fyrir áramót. Þessi tölfræði ætti ekki að koma neinum á óvart því Lukaku hefur gengið illa allan ferilinn að skora á móti bestu liðum ensku deildarinnar. Í fyrra spilaði hann til dæmis tíu leiki á móti stóru liðunum og skoraði eitt mark á 860 mínútum. Manchester United á eftir tvo leiki gegn toppliðunum áður en tímabilið er búið en það á eftir að taka á móti Manchester City og Chelsea á Old Trafford.Romelu Lukaku skaut í slá af markteig í gær.vísir/gettyLeikir United og Lukaku á móti bestu liðunum í vetur:27. ágú: Man. Utd - Tottenham 0-0 Lukaku spilaði allan leikinn20. okt: Chelsea - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði allan leikinn11. nóv: Man. City - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 33 mínútur5. des: Arsenal - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði 27 mínútur16. des: Liverpool - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 90 mínútur13. jan: Tottenham - Man. Utd 0-2 Lukaku spilaði 17 mínútur24. feb: Man. Utd - Liverpool 0-0 Lukaku spilaði 90 mínútur10. mar: Arsenal - Man. Utd 2-0 Lukaku spilaði 90 mínúturLukaku á móti topp sex: Átta leikir, 527 mínútur og ekkert markLukaku á móti restinni af deildinni: 19 leikir, 1.257 mínútur og 12 mörk (mark á 104 mínútna fresti)Lukaku í fyrra á móti top sex: 10 leikir, 860 mínútur og eitt mark Enski boltinn Tengdar fréttir Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00 Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00 Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester United tókst ekki að koma boltanum í netið á móti Arsenal í gær þegar að Skytturnar lögðu Ole Gunnar Solskjær og félaga í stórleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti, 2-0. United-menn horfðu væntanlega til Romelu Lukaku þegar kom að markaskorun enda var Belginn stóri búinn að vera á miklum skriði og skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum í röð í deild og Meistaradeild. Lukaku fékk svo sannarlega færi til að skora en tókst það ekki frekar en svo oft áður þegar að hann spilar á móti einum af hinum fimm bestu liðum deildarinnar (City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni. Belganum er hreinlega fyrirmunað að skora á móti bestu liðunum í deildinni en svo tekur hann þau slakari og raðar inn mörkum nánast að vild þegar að hann er í stuði.Lukaku er nú búinn að spila átta leiki á móti bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili. Hann er búinn að byrja sex af þessum átta leikjum og spila í heildina 527 mínútur án þess að koma boltanum í netið. Á móti restinni af deildinni er Lukaku búinn að spila 1.257 mínútur í 19 leikjum og skora tólf mörk en það gerir mark á 104 mínútna fresti. Eina stoðsendingin hans á tímabilinu í deildinni kom reyndar í 3-1 tapi gegn Manchester City fyrir áramót. Þessi tölfræði ætti ekki að koma neinum á óvart því Lukaku hefur gengið illa allan ferilinn að skora á móti bestu liðum ensku deildarinnar. Í fyrra spilaði hann til dæmis tíu leiki á móti stóru liðunum og skoraði eitt mark á 860 mínútum. Manchester United á eftir tvo leiki gegn toppliðunum áður en tímabilið er búið en það á eftir að taka á móti Manchester City og Chelsea á Old Trafford.Romelu Lukaku skaut í slá af markteig í gær.vísir/gettyLeikir United og Lukaku á móti bestu liðunum í vetur:27. ágú: Man. Utd - Tottenham 0-0 Lukaku spilaði allan leikinn20. okt: Chelsea - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði allan leikinn11. nóv: Man. City - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 33 mínútur5. des: Arsenal - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði 27 mínútur16. des: Liverpool - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 90 mínútur13. jan: Tottenham - Man. Utd 0-2 Lukaku spilaði 17 mínútur24. feb: Man. Utd - Liverpool 0-0 Lukaku spilaði 90 mínútur10. mar: Arsenal - Man. Utd 2-0 Lukaku spilaði 90 mínúturLukaku á móti topp sex: Átta leikir, 527 mínútur og ekkert markLukaku á móti restinni af deildinni: 19 leikir, 1.257 mínútur og 12 mörk (mark á 104 mínútna fresti)Lukaku í fyrra á móti top sex: 10 leikir, 860 mínútur og eitt mark
Enski boltinn Tengdar fréttir Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00 Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00 Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00
Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00
Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00