Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 19:06 Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. vísir/vilhelm Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12