Repúblikanar á þingi fara gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 21:00 Starfsmaður Hvíta hússins segir að Trump muni ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn honum. AP/Evan Vucci Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni en tólf þingmenn flokksins gengu til liðs við Demókrata og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Niðurstaðan var 59-41. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er með meirihluta. Þessi uppreisn þingmanna Repúblikanaflokksins gegn forsetanum veldur því að hann mun þurfa að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn. Trump sat ekki á viðbrögðum sínum eftir að atkvæðagreiðslunni í öldungadeildinni lauk.VETO! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2019 Hann bætti svo við öðru tísti þar sem hann sagðist hlakka til að beita neitunarvaldinu gegn frumvarpi Demókrata. Hann fór því næst með þau ósannindi að ef hann myndi ekki beita neitunarvaldi myndi frumvarpið valda því að landamæri Bandaríkjanna og myndu opnast upp á gátt, að glæpum myndi fjölga, meiri fíkniefni yrðu flutt til Bandaríkjanna og fólk yrði smyglað yfir landamærin í meira magni.Þá sagðist Trump þakka þeim „sterku Repúblikönum“ sem hafi kosið að styðja við öryggi á landamærunum og byggingu múrs þar. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, samkvæmt AP fréttaveitunni, að forsetinn myndi ekki gleyma þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá sérstaklega þegar kæmi að fjáröflun eða annars konar hjálp fyrir kosningar.Þingkonan Susan Collins, sem stendur frammi fyrir kosningum á næsta ári, sagðist vera viss um að Trump yrði ekki ánægður með atkvæði hennar. Hún væri þó þingmaður og starf hennar væri að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Nokkrir Repúblikanar sem sögðust vera á móti neyðarástandsyfirlýsingu Trump tóku þó þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Politico segir málið niðurlægjandi fyrir Hvíta húsið, sem hafi varið miklu púðri í viðræður við þá þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Viðræðurnar gengu þó ekki upp.Þá er það einnig niðurlægjandi með tilliti til þess að í gær samþykkti þingið einnig að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu í stríðinu í Jemen. Trump hefur einnig heitið því að beita neitunarvaldi gegn því frumvarpi, en ríkisstjórn hans hefur veitt Sádum mikinn stuðning. Tveir þriðju þingmanna beggja þingdeilda þurfa að greiða atkvæði með frumvörpum svo forsetinn geti ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn þeim. Bæði frumvarpinu fengu ekki þann fjölda atkvæða sem til þarf. Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár og því lýsti hann yfir neyðarástandi svo hann gæti sótt fé í neyðarsjóði hersins til að reisa múr á landamærunum. Forsetar Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi 58 sinnum frá því lög þar að lútandi voru sett árið 1976. Þetta er þó í fyrsta sinn sem það er gert með því markmiði að nálgast fjármuni sem þingið hefur neitað að veita forsetaembættinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. 14. mars 2019 16:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent