Íslenski boltinn

Fram hafði betur í níu marka leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik hjá Fram síðasta sumar.
Úr leik hjá Fram síðasta sumar. fréttablaðið/sigtryggur
Fram náði í sín fyrstu stig í Lengjubikar karla eftir sigur á HK í ótrúlegum níu marka leik í Egilshöll í dag.

HK tók forystuna í leiknum með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla snemma leiks.

Á þrítugustu mínútu galopnaðist hins vegar vörn HK og Fram setti fjögur mörk á þrettán mínútum. Staðan 4-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

HK lagaði stöðuna á 54. mínútu en missti svo mann af velli nokkrum mínútum síðar.

Framarar nýttu sér liðsmuninn og bættu tveimur mörkum við, lokastaðan 6-3 fyrir Fram.

Þetta var síðasti leikur liðanna í Lengjubikarnum þetta tímabilið og þau enda í síðustu tveimur sætunum í riðli 3. Fram fór upp fyrir HK með sigrinum og lýkur leik með 3 stig, HK 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×