Erlent

Fundu 40 kíló af plasti í hvalshræi

Andri Eysteinsson skrifar
Plastpokar í sjónum er vandamál víða um heim.
Plastpokar í sjónum er vandamál víða um heim. Getty/Anadolu Agency
Hvalshræ sem skolaði á land á Filippseyjum á dögunum hefur verið krufið og er dánarorsökin ljós. Vísindamenn hafa greint frá því að hvalurinn hafi drepist vegna ofþornunar og hungurs sem rekja má til þeirra 40 kílóa af plastpokum sem fundust í maga hvalsins.

CNN hefur það eftir sjávarlíffræðingnum Darell Blatchley að hvalurinn sem var ungur karlkyns Gáshnallur hafi verið óeðlilega horaður og ummerki hafi verið um að hann hafi ælt blóði áður en hann drapst.

Blatchley sem stýrir náttúrusafni í borginni Davao sá um krufninguna ásamt teymi sínu. Blatchley sagðist ekki hafa verið undirbúinn fyrir það mikla magn plastpoka sem fannst í maga hvalsins.

„Rúmlega fjörutíu kíló af hrísgrjónapokun, innkaupapokum og venjulegum plastpokum,“ sagði Blatchley við CNN og sagði málið ógeðslegt. Í yfirlýsingu frá D‘Bone safninu sem Blatchley stýrir voru stjórnvöld heimsins hvött til þess að hætta að nota höf heimsins sem ruslahauga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×