Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. mars 2019 14:30 Áætlanir um endurgerð Stamford Bridge, sem hafa verið settar á hilluna, gerðu ráð fyrir kostnaði upp á einn milljarð punda mynd/bbc Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. Ratcliffe á fjölda laxveiðijarða í Vopnafirði, Grímsstaði á Fjöllum og mikinn meirihluta í veiðiklúbbnum Streng, sem hefur tvær eftirsóttustu laxveiðiár landins á leigu. Hann er ríkasti maður Bretlandseyja og einn af ríkari mönnum heims.Jim Ratcliffe.vísir/gettySíðasta ár hefur Ratcliffe fjárfest í hinum ýmsu íþróttafélögum, hann á svissneska liðið FC Lausanne-Sport, er fjárfestir í siglingarliði og yfirtaka hans á hjólaliðinu Team Sky stendur yfir. Ratcliffe ólst upp sem stuðningsmaður Manchester United en hann er með ársmiða á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. Chelsea er ekki til sölu samkvæmt opinberum tilkynningum félagsins en Roman Abramovich, eigandi félagsins, er sífellt minna í Lundúnum og hefur hætt við áætlanir sínar um að ráðast í endurgerð á Stamfod Bridge. Samkvæmt frétt The Times vill Abramovich fá 2,5 milljarða punda fyrir félagið en þá upphæð vill Ratcliffe ekki greiða.Roman Abramovich hefur ekki látið sjá sig á Stamford Bridge síðan í maí 2018vísir/gettyRatcliff er metinn á 21 milljarð punda svo hann ætti að eiga efni á að greiða uppgefna upphæð, en þar sem ráðast þarf í endurgerð á Stamford Bridge fyrr en síðar vill Ratcliffe ekki greiða svo hátt verð. Ef miðað er við nýja völlinn hjá Tottenham sem verður vígður í byrjun apríl þá kostar slíkt verkefni hátt í milljarð punda. Forbes tímaritið mat Chelsea á 1,44 milljarð punda á síðasta ári en endurskoðendastofan KPMG segir virði félagsins 1,26 milljarð punda. Abramovich keypti félagið á 140 milljónir punda árið 2003 en hefur sett 1,17 milljarð punda inn í félagið í formi lána. Rússinn hefur ekki mætt á einn einasta heimaleik Chelsea á tímabilinu. Hann lenti í vandræðum með vegabréfsáritun sína í sumar en er sagður eiga ísraelskt vegabréf sem heimilar honum að ferðast til Bretlandseyja án vandræða í allt að sex mánuði í senn. Því ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að Abramovich heimsæki Stamford Bridge. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að höfuðtilgangur Ratcliffe sé verndun villta laxastofnsins Framkvæmdastjóri veiðiklúbbsins Strengs í Vopnafirði segir að höfuðtilgangur Jim Ratcliffe, með kaupum á jörðum og veiðiréttindum í Vopnafirði, sé verndun villta laxastofnsins. Með kaupum á Streng nær Ratcliffe yfirráðum yfir tveimur eftirsóttustu laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá, í Vopnafirði. 20. nóvember 2018 18:30 Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Abramovich hefur engan áhuga á að selja Chelsea Roman Abramovich, eigendi Chelsea, hefur engan áhuga á því að selja félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar. 10. júní 2018 08:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. Ratcliffe á fjölda laxveiðijarða í Vopnafirði, Grímsstaði á Fjöllum og mikinn meirihluta í veiðiklúbbnum Streng, sem hefur tvær eftirsóttustu laxveiðiár landins á leigu. Hann er ríkasti maður Bretlandseyja og einn af ríkari mönnum heims.Jim Ratcliffe.vísir/gettySíðasta ár hefur Ratcliffe fjárfest í hinum ýmsu íþróttafélögum, hann á svissneska liðið FC Lausanne-Sport, er fjárfestir í siglingarliði og yfirtaka hans á hjólaliðinu Team Sky stendur yfir. Ratcliffe ólst upp sem stuðningsmaður Manchester United en hann er með ársmiða á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. Chelsea er ekki til sölu samkvæmt opinberum tilkynningum félagsins en Roman Abramovich, eigandi félagsins, er sífellt minna í Lundúnum og hefur hætt við áætlanir sínar um að ráðast í endurgerð á Stamfod Bridge. Samkvæmt frétt The Times vill Abramovich fá 2,5 milljarða punda fyrir félagið en þá upphæð vill Ratcliffe ekki greiða.Roman Abramovich hefur ekki látið sjá sig á Stamford Bridge síðan í maí 2018vísir/gettyRatcliff er metinn á 21 milljarð punda svo hann ætti að eiga efni á að greiða uppgefna upphæð, en þar sem ráðast þarf í endurgerð á Stamford Bridge fyrr en síðar vill Ratcliffe ekki greiða svo hátt verð. Ef miðað er við nýja völlinn hjá Tottenham sem verður vígður í byrjun apríl þá kostar slíkt verkefni hátt í milljarð punda. Forbes tímaritið mat Chelsea á 1,44 milljarð punda á síðasta ári en endurskoðendastofan KPMG segir virði félagsins 1,26 milljarð punda. Abramovich keypti félagið á 140 milljónir punda árið 2003 en hefur sett 1,17 milljarð punda inn í félagið í formi lána. Rússinn hefur ekki mætt á einn einasta heimaleik Chelsea á tímabilinu. Hann lenti í vandræðum með vegabréfsáritun sína í sumar en er sagður eiga ísraelskt vegabréf sem heimilar honum að ferðast til Bretlandseyja án vandræða í allt að sex mánuði í senn. Því ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að Abramovich heimsæki Stamford Bridge.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að höfuðtilgangur Ratcliffe sé verndun villta laxastofnsins Framkvæmdastjóri veiðiklúbbsins Strengs í Vopnafirði segir að höfuðtilgangur Jim Ratcliffe, með kaupum á jörðum og veiðiréttindum í Vopnafirði, sé verndun villta laxastofnsins. Með kaupum á Streng nær Ratcliffe yfirráðum yfir tveimur eftirsóttustu laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá, í Vopnafirði. 20. nóvember 2018 18:30 Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Abramovich hefur engan áhuga á að selja Chelsea Roman Abramovich, eigendi Chelsea, hefur engan áhuga á því að selja félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar. 10. júní 2018 08:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Segir að höfuðtilgangur Ratcliffe sé verndun villta laxastofnsins Framkvæmdastjóri veiðiklúbbsins Strengs í Vopnafirði segir að höfuðtilgangur Jim Ratcliffe, með kaupum á jörðum og veiðiréttindum í Vopnafirði, sé verndun villta laxastofnsins. Með kaupum á Streng nær Ratcliffe yfirráðum yfir tveimur eftirsóttustu laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá, í Vopnafirði. 20. nóvember 2018 18:30
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Abramovich hefur engan áhuga á að selja Chelsea Roman Abramovich, eigendi Chelsea, hefur engan áhuga á því að selja félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar. 10. júní 2018 08:00