Erlent

Líkindi nafna úkraínskra for­seta­fram­bjóð­enda skapa rugling

Atli Ísleifsson skrifar
Júlía Tymosjenkó gegndi embætti forsætisráðherra Úkraínu árið 2005 og svo aftur frá 2007 til 2010.
Júlía Tymosjenkó gegndi embætti forsætisráðherra Úkraínu árið 2005 og svo aftur frá 2007 til 2010. EPA/SERGEY DOLZHENKO
Júlía Volodymyrivna Tymosjenkó og Jurí Volodymyrovyj Tymosjenkó hafa bæði lýst yfir framboð til forseta í Úkraínu, en forsetakosningar fara fram í landinu í næstu viku.Líkindi nafnanna fara væntanlega ekki framhjá neinum, sér í lagi ekki forsætisráðherranum fyrrverandi, Júlíu Tymosjenkó. Hún segir Júrí Tymosjenkó vera strengjabrúðu forsetans Petró Pórósjenkó og hans eina hlutverk vera að stela atkvæðum frá sér.Júrí Tymosjenkó er fyrrverandi iðnaðarmaður og býður sig nú fram í kosningum í fyrsta sinn. Júlía og Júrí Tymosjenkó eru með sömu upphafsstafi og er hætta á að líkindin kunni að rugla kjósendur í ríminu í kjörklefanum. Það sé líka ætlun forsetans Pórósjenkó, að sögn Júlíu Tymosjenkó.Júlía Tymosjenkó er umdeildur stjórnmálamaður, en árið 2011 hlaut hún fangelsisdóm fyrir að hafa misnotað vald sitt. Hún gegndi embætti forsætisráðherra árið 2005 og svo aftur frá 2007 til 2010.Skoðanakannanir sýna að grínistinn Volodymyr Zelensky njóti mest stuðnings meðal Úkraínumanna, en kosningar fara fram í landinu þann 31. mars.


Tengdar fréttir

Grínisti mælist langvinsælastur

Þegar rúmar tvær vikur eru í forsetakosningar í Úkraínu mælist grínistinn og leikarinn Vol­odíjmíjr Selenskíj með mest fylgi. Selenskíj hefur áður leikið hlutverk forseta Úkraínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.