Erlent

Grínisti mælist langvinsælastur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Volodíjmíjr Selenskíj, forsetaframbjóðandi.
Volodíjmíjr Selenskíj, forsetaframbjóðandi. Nordicphotos/AFP

Þegar rúmar tvær vikur eru í forsetakosningar í Úkraínu mælist grínistinn og leikarinn Vol­odíjmíjr Selenskíj með mest fylgi. Selenskíj hefur áður leikið hlutverk forseta Úkraínu.

Samkvæmt könnun sem SOCIS birti í gær mælist Selenskíj, nýgræðingur í stjórnmálum, með 20,7 prósenta fylgi. Petro Porosjenko, sitjandi forseti, mælist með 13,2 prósent og stjórnarandstöðuleiðtoginn Júlía Tíjmosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með ellefu prósent.


Tengdar fréttir

Endurbætur og endurgerð

Þessa dagana er verið að klára að gera upp Stórasel vestur í bæ, gamalt tómthúsbýli á baklóð við Holtsgötu. Minjavernd hf. stendur að verkinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.