Síbrotamaður í gæsluvarðhald eftir samfellda brotahrinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 17:56 Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Einar Árnason Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna. Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Karlmaður sem réðst að öðrum í íbúð í Vestmannaeyjum á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og að 22 málum hans sé enn ólokið í réttarvörslukerfinu. Hann hafi staðið fyrir samfelldri brotahrinu frá því í febrúar. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa ráðist að manni á heimili þess síðarnefnda með hnífi 14. mars. Árásarmaðurinn hafi æst sig vegna sverðs sem hann átti hjá fórnarlambinu en lögreglan hafði lagt hald á áður. Árásarmaðurinn hafi ráðist á manninn þar sem hann lá í rúmi í stofunni, kýlt hann og haft uppi hótanir. Fórnarlambið hafi endað í gólfinu við átökin þar sem árásarmaðurinn veitti honum ítrekuð högg, sparkaði í höfuð þess og reiddi stóran vasahníf til höggs án þess þó að stinga manninn. Þegar lögreglu bar að garði kom árásarmaðurinn sér undan en ekki áður en hann hafði skorið á alla hjólbarða lögreglubifreiðarinnar þannig að hún var óökuhæf. Maðurinn fannst síðan í felum á háalofti heima hjá móður hans. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og barist um þegar hann var handtekinn. Hann hafi hrækt á lögreglumenn, sparkað í þá og hótað þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Þegar á lögreglustöðina var komið kveikti maðurinn í teppi í fangaklefa þrátt fyrir leitað hefði verið á honum áður. Við aðra öryggisleit kom í ljós að hann var vopnaður vasahníf sem geymdur var í innri buxnavasa. Ekki var hægt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir sökum ástands hans.Tuttugu og tvö brot frá því í mars 2017 Fram kom í greinargerð lögreglustjóra að maðurinn hafi hlotið tíu refsidóma og grunur sé um að hann hafi brotið gegn skilyrðum skilorðsbundins dóms sem hann hlaut. Hann hafi verið dæmdur fyrir þrjár líkamsárásir, þar af tvær stórfelldar, fjóra þjófnaði, þrjú eignaspjöll, húsbrot, hótanir, vopnalagabrot, fíkniefnalegabrot og akstur undir áhrifum. Síðast hafi hann verið dæmdur í nóvember 2016. Þá sé 22 málum hans ólokið í réttarvörslukerfinu vegna ætlaðra brot frá því í mars 2017. Þar á meðal séu líkamsárásir, hótanir, þjófnaður, húsbrot, valdstjórnarbrot, fjársvik, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Tólf brotanna séu rof á dóminum frá 2016. Frá því í febrúar eigi hann samfellda brotahrinu: þrjár líkamsárásir, valdstjórnarbrot, hótanir, húsbrot, þjófnað, eignaspjöll, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 12. apríl á laugardag. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var staðfestur í Landsrétti í dag. Fallist var á að verulegar líkur væru á að hann héldi brotastarfsemi áfram yrði hann frjáls ferða sinna.
Dómsmál Lögreglumál Vestmannaeyjar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira