Erlent

Líklegt að klórgas hafi verið notað í árásinni í Douma

Sylvía Hall skrifar
Frá Douma í Sýrlandi.
Frá Douma í Sýrlandi. Vísir/AFP
Efnavopnastofnunin í Haag (OPWC) hefur gefið út skýrslu varðandi efnavopnaárásina í bænum Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári. Í skýrslunni kemur fram að líklegt sé að klórgas hafi verið notað í árásinni. BBC greinir frá.

Sýrlandsstjórn hefur hafnað því að hafa gert efnavopnaárás og sögðu Rússar að árásin hafði verið sviðsett. Efnavopnastofnunin ákvað að rannsaka ásakanir um efnavopnaárás og er það niðurstaða þeirra að líklegt sé að notkun efnavopna hafi átt sér stað. 

Sjá einnig: Sarín- og klórgas sagt notað í Douma

Efnavopnastofnunin notaðist við sýni úr umhverfi, vitnaskýrslur og önnur gögn sem aflað var af rannsóknarteymi sem heimsótti staði í Douma tveimur vikur eftir árásina. Rannsóknarteymið fann ekkert sem benti til að taugagas hafi verið notað og engin ummerki um aðstöðu sem heimamenn áttu að hafa notast við til þess að framleiða efnavopn líkt og Sýrlandsstjórn hélt fram. 

Yfir fjörutíu manns létust í árásinni sem var gerð þann 7. apríl á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma

Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn

Fá að rannsaka Douma

Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×