Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 09:51 Frá fundarsal mannréttindaráðsins í Genf í Sviss. Vísir/EPA Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53