Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 07:28 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016. Þá komu fram gögn um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá forseta Úkraínu sem var hallur undir Rússa. AP/José Luis Magana Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15