Erlent

Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni

Andri Eysteinsson skrifar
Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump.
Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/Getty
Fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump í forsetakosningunum vestra í nóvember 2016, Paul Manafort deildi viðkvæmum gögnum með fyrrum starfsmanni sínum, Konstantin Kilimnik en sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í nýjum réttargögnum. Washington Post greinir frá.

Saksóknarinn Robert Mueller hafði sakað kosningastjórann fyrrverandi um að hafa samkomulag sitt við saksóknara því að ljúga endurtekið að rannsakendum, meðal annars til um tengsl sín við Kilimnik. Lögfræðiteymi hins 69 ára gamla Manafort hafnaði þeim ásökunum og veitti réttinum gögn sem þeir sögðu styðja mál hans. Fyrir mistök virðist svo vera að hægt hafi verið að afrita texta sem reynt hafði verið að sverta út.

Þar komu tengsl Manaforts við Kilimnik fram. Kilimnik hóf störf fyrir Manafort árið 2005 og hefur verið sakaður um að hafa aðstoðað gamla yfirmann sinn við að hindra framgang réttvísinnar þegar Robert Mueller hóf rannsókn sína árið 2016.

Í gögnunum kom í ljóst að Kilimnik fékk aðgang að gögnum úr herbúðum Donald Trump og telur saksóknari að rússnesk yfirvöld hafi þar með komist yfir gögnin. Einnig munu Manafort og Kilimnik hafa rætt úkraínsk stjórmál og mögulegar leiðir að frið milli Úkraínumanna og Rússa. Manafort hefur viðurkennt að slík samtöl hafi átt sér stað oftar en einu sinni þeirra á milli.


Tengdar fréttir

Trump útilokar ekki að náða Manafort

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×