Nýjar kosningar eftir ásakanir um kosningasvindl í Norður-Karólínu Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 22:39 Mark Harris hefur ekki getað tekið sæti á Bandaríkjaþingi vegna rannsóknarinnar. Nú er ljóst að kosið verður aftur um sætið. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni. Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28