Nýjar kosningar eftir ásakanir um kosningasvindl í Norður-Karólínu Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 22:39 Mark Harris hefur ekki getað tekið sæti á Bandaríkjaþingi vegna rannsóknarinnar. Nú er ljóst að kosið verður aftur um sætið. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni. Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila