Íslenski boltinn

Fjölnir kom til baka gegn Íslandsmeisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjölnismenn féllu úr Pepsideildinni í haust en hafa byrjað vel í Lengjubikarnum.
Fjölnismenn féllu úr Pepsideildinni í haust en hafa byrjað vel í Lengjubikarnum. vísir/bára
Fjölnir kom til baka gegn Íslandsmeisturum Vals og náði jafntefli er liðin mættust í Lengjubikar karla.

Í gær opnaði félagsskiptaglugginn formlega og leikmenn sem komu til íslensku liðanna frá erlendum félögum urðu löglegir. Einn af þeim er Gary Martin, sem snéri aftur til Íslands í sumar.

Gary var ekki lengi að stimpla sig inn í lið Íslandsmeistaranna og skoraði hann fyrsta mark leiksins á 18. mínútu. Hann bætti svo öðru við þegar rétt hálftími var liðinn af leiknum.

Fjölnismenn voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleik og náðu að koma til baka og jafna leikinn í 2-2. Albert Brynar Ingason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fjölni, en hann gekk til liðs við Grafarvogsliðið frá Fylki fyrr í vetur. Viktor Andri Hafþórsson skoraði svo jöfnunarmarkið fyrir Fjölni þegar um korter var eftir af leiknum.

Fjölnir er því með fjögur stig eftir tvö leiki en Valsmenn voru að ná sér í sitt fyrsta stig í keppninni. Liðin leika í riðli 3 með KA, Aftureldingu, HK og Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×