Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2019 23:09 Michael Cohen á að hefja afplánun á fangelsisdómi í maí. Hann virðist enn vinna með saksóknurum í New York. Vísir/EPA Fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um mögulega óreglu í fjölskyldufyrirtæki Trump og um einn fjárhagslegra bakhjarla innsetningarhátíðar hans. Á sama tíma eru saksóknarar í New York sagðir búa sig undir að ákæra fyrrverandi kosningastjóra Trump.New York Times greinir frá því að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trump, hafi hitt alríkissaksóknara í New York og deilt upplýsingunum í síðasta mánuði. Cohen vann um árabil fyrir Trump-fyrirtækið. Á meðal þess sem hann sagði saksóknurum frá voru tryggingakröfur sem fyrirtækið gerði. Saksóknararnir eru einnig sagðir hafa spurt Cohen út í Imaad Zuberi, áhættufjárfesti frá Kaliforníu, sem lét fé af hendi rakna til undirbúningsnefndar fyrir embættistöku Trump. Zuberi gaf 900.000 dollara til nefndarinnar og reyndi síðar að ráða Cohen sem ráðgjafa. Cohen á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brot á kosningalögum og lygar fyrir þingnefnd í maí. Hann hefur fullyrt að Trump hafi skipað honum að framkvæma ólöglega greiðslu til að kaupa þögn Playboy-fyrirsætu um meint kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Reynist upplýsingarnar sem Cohen veitti saksóknurunum í janúar á rökum reistar og gagnlegar við rannsókn þeirra gætu þeir mælt með því að refsing lögfræðingsins verði milduð. Cohen á að koma fyrir þrjár þingnefndir til að bera vitni, meðal annars um viðskiptagjörninga forsetans, í næstu viku.Manafort er sjötugur og gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.Vísir/EPAForsetanáðun yrði útilokuð Blaðið sagði einnig frá því í dag að saksóknararnir í New York undirbyggju nú ákæru á hendur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort hefur áður verið dæmdur fyrir skatt- og bankasvik í alríkisdómstóli og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna þeirra brota. Ákæra og möguleg sakfelling í ríkisdómstól í New York myndi útiloka að Trump forseti gæti náðað Manafort. Forseti getur aðeins náðað menn vegna alríkisglæpa, ekki glæpa sem einstök ríki Bandaríkjanna sækja menn til saka fyrir. Rannsókn saksóknaranna í New York er sögð beinast að lánum sem Manafort fékk frá tveimur bönkum. Þau lán komu við sögu í alríkismálinu gegn Manafort en rannsóknin á þeim var nýlega tekin upp aftur í New York. Ákærudómstóll er sagður hafa verið kallaður saman vegna rannsóknarinnar. Mögulegt er að lögfræðingar Manafort myndu láta á það reyna hvort að ákæra gegn honum á þessum forsendum bryti í bága við lög sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu sóttir til saka oft fyrir sama glæpinn. Dómari kosmt að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Manafort hefði brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, með ítrekuðum lygum. Þar á meðal er Manafort sagður hafa logið um samskipti sín við fyrrverandi starfsmann sinn sem saksóknararnir telja tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15 Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa veitt saksóknurum upplýsingar um mögulega óreglu í fjölskyldufyrirtæki Trump og um einn fjárhagslegra bakhjarla innsetningarhátíðar hans. Á sama tíma eru saksóknarar í New York sagðir búa sig undir að ákæra fyrrverandi kosningastjóra Trump.New York Times greinir frá því að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trump, hafi hitt alríkissaksóknara í New York og deilt upplýsingunum í síðasta mánuði. Cohen vann um árabil fyrir Trump-fyrirtækið. Á meðal þess sem hann sagði saksóknurum frá voru tryggingakröfur sem fyrirtækið gerði. Saksóknararnir eru einnig sagðir hafa spurt Cohen út í Imaad Zuberi, áhættufjárfesti frá Kaliforníu, sem lét fé af hendi rakna til undirbúningsnefndar fyrir embættistöku Trump. Zuberi gaf 900.000 dollara til nefndarinnar og reyndi síðar að ráða Cohen sem ráðgjafa. Cohen á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir brot á kosningalögum og lygar fyrir þingnefnd í maí. Hann hefur fullyrt að Trump hafi skipað honum að framkvæma ólöglega greiðslu til að kaupa þögn Playboy-fyrirsætu um meint kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Reynist upplýsingarnar sem Cohen veitti saksóknurunum í janúar á rökum reistar og gagnlegar við rannsókn þeirra gætu þeir mælt með því að refsing lögfræðingsins verði milduð. Cohen á að koma fyrir þrjár þingnefndir til að bera vitni, meðal annars um viðskiptagjörninga forsetans, í næstu viku.Manafort er sjötugur og gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.Vísir/EPAForsetanáðun yrði útilokuð Blaðið sagði einnig frá því í dag að saksóknararnir í New York undirbyggju nú ákæru á hendur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort hefur áður verið dæmdur fyrir skatt- og bankasvik í alríkisdómstóli og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi vegna þeirra brota. Ákæra og möguleg sakfelling í ríkisdómstól í New York myndi útiloka að Trump forseti gæti náðað Manafort. Forseti getur aðeins náðað menn vegna alríkisglæpa, ekki glæpa sem einstök ríki Bandaríkjanna sækja menn til saka fyrir. Rannsókn saksóknaranna í New York er sögð beinast að lánum sem Manafort fékk frá tveimur bönkum. Þau lán komu við sögu í alríkismálinu gegn Manafort en rannsóknin á þeim var nýlega tekin upp aftur í New York. Ákærudómstóll er sagður hafa verið kallaður saman vegna rannsóknarinnar. Mögulegt er að lögfræðingar Manafort myndu láta á það reyna hvort að ákæra gegn honum á þessum forsendum bryti í bága við lög sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu sóttir til saka oft fyrir sama glæpinn. Dómari kosmt að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Manafort hefði brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, með ítrekuðum lygum. Þar á meðal er Manafort sagður hafa logið um samskipti sín við fyrrverandi starfsmann sinn sem saksóknararnir telja tengjast rússnesku leyniþjónustunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15 Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka. 19. janúar 2019 07:15
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump forseta átti að koma fyrir þingnefnd í byrjun næsta mánaðar. Hann segist þurfa að setja öryggi fjölskyldu sinnar í fyrsta sæti. 23. janúar 2019 19:35