Erlent

Einn látinn í snjóflóði í Austurríki

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Snjóflóðið féll skammt frá bænum Reutte.
Snjóflóðið féll skammt frá bænum Reutte. Getty

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að snjóflóð skall á austurrískum skógi nálægt landamærum Austurríkis og Þýskalands. Fjórum hefur verið bjargað á lífi úr flóðinu en viðbragðsaðilar þræða nú svæðið í leit að fleirum sem kunna að hafa orðið snjóflóðinu að bráð.

Snjóflóðið féll skammt frá skíðasvæði í Reutte í Austurríki. Vegir að svæðinu þar sem flóðið féll voru flestir ófærir sökum annars snjóflóðs sem fallið hafði á fimmtudag, og gerði það björgunarfólki nokkuð erfitt um vik að komast að svæðinu.

Samkvæmt talsmanni lögreglunnar á svæðinu slasaðist aðeins einn þeirra sem komst lifandi frá flóðinu. Öll fimm sem lentu í flóðinu voru skíðafólk.

Fjórar þyrlur voru notaðar til þess að ferja björgunarfólk á svæðið og um 60 slökkviliðsmenn, fjallalögregluþjónar og leitarhundar sinna leitinni. Lögreglan segir of snemmt að segja til um hvað olli snjóflóðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.