Enski boltinn

Messan: Wijnaldum er mikilvægasti miðjumaður Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wijnaldum fagnar marki sínu gegn Bournemouth.
Wijnaldum fagnar marki sínu gegn Bournemouth. vísir/getty

Strákarnir í Messunni tóku umræðu um Liverpool og ekki síst um miðjumenn liðsins þar sem stjarna Gini Wijnaldum skein skært í síðasta leik.

„Wijnaldum er frábær leikmaður. Hann var líka veikur fyrir leik,“ segir Reynir Leósson en Jóhannes Karl Guðjónsson er líka hrifinn af miðjumanninum.

„Hann er mikilvægasti miðjumaðurinn. Hann hefur mestu gæðin. Miðjumenn Liverpool hafa verið gagnrýndir fyrir að vera einsleitir. Duglegir, vinnusamir og skila alltaf sínu fyrir liðið. En ekki nógu skapandi og skori ekki nóg af mörkum. Wijnaldum getur bætt við þarna,“ sagði Jói Kalli.

Trent Alexander-Arnold er líka kominn til baka sem er fagnaðarefni fyrir Liverpool.

Sjá má umræðuna um Liverpool hér að neðan.


Klippa: Messan um Wijnaldum


Tengdar fréttir

Messan: Aftur gaman að horfa á Man. Utd

Man. Utd er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni og strákarnir í Messunni hafa hrifist af liðinu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær eins og fleiri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.