Enski boltinn

Messan: Aftur gaman að horfa á Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn United fagna gegn Fulham.
Leikmenn United fagna gegn Fulham. vísir/getty
Man. Utd er á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni og strákarnir í Messunni hafa hrifist af liðinu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær eins og fleiri.

Þeir segja að ef Jose Mourinho væri enn að þjálfa liðið þá væri staða liðsins ekki góð.

„Mourinho væri búinn að forðast fjórða sætið enn meira. Liðið var ellefu stigum frá því. Þvílíkur viðsnúningur á einu liði. Þetta er ótrúlegt. Það eru allir leikmenn orðnir betri og það er engin tilviljun að liðið sé búið að vinna svona marga leiki,“ segir Reynir Leósson í þættinum.

Strákarnir ræddu síðan hversu miklu máli skipti hvernig þjálfarar komi fram við leikmenn og vinni með þeim. Þeir hrósa Solskjær og finnst lélegt hvernig árangur hans hefur verið talaður niður af einhverjum.

„Ég þoli ekki að segja það en það er orðið ótrúlega gaman að horfa aftur á Man. Utd,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson.

Sjá má umræðuna um Man. Utd hér að neðan.



Klippa: Messan um Man. Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×