Enski boltinn

Sarri heyrir aldrei frá Roman Abramovich

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru erfiðir tímar hjá Sarri.
Það eru erfiðir tímar hjá Sarri. vísir/getty

Staða Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea er ekki sterk í augnablikinu og margir sem efast um að hann lifi af 6-0 tapið gegn Man. City í gær.

Ítalinn er merkilega rólegur yfir öllu saman og segist aldrei heyra frá eiganda félagsins, Roman Abramovich.

„Ef eigandinn hringir þá verð ég ánægður því ég heyri aldrei frá honum. Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég ekki við hverju eigi að búast,“ sagði Sarri.

Chelsea hefur nú tapað þremur útileikjum í röð og það án þess að skora eitt einasta mark. Sarri viðurkennir að starf hans sé í hættu en það sé ekki hans að svara fyrir slíka hluti.

„Ég veit ekki hver framtíð mín verður og þið verðið að spyrja stjórnina um það. Ég hef áhyggjur af liðinu og hvernig það spilar. Starfið er alltaf í hættu en það er ekki í mínum höndum að taka ákvörðun um það.“


Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sem niðurlægðu Chelsea

Englandsmeistarar Manchester City endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool í gær þegar þeir rúlluðu Chelsea upp í stórleik helgarinnar.

Leikmenn Chelsea flengdir í Manchester

Spilamennska Chelsea gegn Manchester City á útivelli um helgina var einfaldlega hörmung. Þrátt fyrir 6-0 stórsigur City gátu heimamenn auðveldlega skorað fleiri mörk gegn liði Chelsea sem missti hausinn strax á upphafsmínútunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.