Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem niðurlægðu Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aguero og Sterling voru heitir í gær
Aguero og Sterling voru heitir í gær vísir/getty

Englandsmeistarar Manchester City endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool í gær þegar þeir rúlluðu Chelsea upp í stórleik helgarinnar.

Raheem Sterling og Sergio Aguero komu City í 3-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og Ilkay Gündogan sá til þess að staðan var 4-0 í hálfleik.

Aguero fullkomnaði þrennuna og Sterling bætti við öðru marki sínu í seinni hálfleik í 6-0 bursti á Chelsea.

Fyrr um daginn hafði Tottenham unnið 3-1 sigur á Leicester og heldur sér því enn í titilbaráttunni.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Manchester City - Chelsea 6-0

Klippa: FT Manchester City 6 - 0 Chelsea

Tottenham - Leicester 3-1

Klippa: FT Tottenham 3 - 1 LeicesterAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.