Íslenski boltinn

Grindavík fær til sín framherja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Við undirskriftina í dag
Við undirskriftina í dag mynd/grindavík

Grindavík tilkynnti í dag að félagið hefði bætt við sig tveimur framherjum fyrir komandi átök í Pepsideild karla í fótbolta í sumar.

Um er að ræða þá Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic.

Tufegdzic ættu flestir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi að þekkja en hann hefur spilað á Íslandi síðustu ár, síðast með KA en áður Víkingi Reykjavík. Hann hefur skorað 18 mörk í 68 leikjum á Íslandi.

Patrick N'Koy er 29 ára og kemur frá TOP Oss í hollensku B-deildinni. Hann hefur síðustu ár leikið með Fortuna Sittard, FC Eindhoven, Rapid Bucharest og Dundee United.

Báðir gerðu þeir eins árs samning við Grindvíkinga.

Grindavík endaði í 10. sæti í Pepsideildinni síðasta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.