Íslenski boltinn

Tvíburarnir frá Dalvík komnir í KA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tvíburarnir ásamt Óla Stefáni Flóventssyni þjálfara KA
Tvíburarnir ásamt Óla Stefáni Flóventssyni þjálfara KA mynd/ka

Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Már Þórssynir eru orðnir leikmenn KA, félagið tilkynnti um komu þeirra í kvöld.

Tvíburarnir vöktu mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með Dalvík/Reyni síðasta sumar, þar sem liðið vann 3. deildina, og sú frammistaða skilaði þeim þriggja ára samningi við Pepsideildarlið KA.

Nökkvi fór á reynslu til norska félagsins Valerenga eftir að tímabilinu lauk í haust og æfði með FH síðasta sumar. Þeir bræður hafa hins vegar æft með KA síðustu vikur og eru nú búnir að skrifa undir samning.

KA endaði í sjöunda sæti Pepsideildarinnar í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.