Íslenski boltinn

Willum á leið til Hvíta-Rússlands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Willum Þór á ferðinni gegn Fjölni í sumar.
Willum Þór á ferðinni gegn Fjölni í sumar. vísir/bára

Breiðablik hefur samþykkt kauptilboð frá hvít-rússneska félaginu Bate Borisov um kaup á miðjumanninum Willum Þór Willumssyni.

Willum heldur út á næstu dögum til þess að skoða aðstæður og semja um persónuleg kjör eftir því sem fram kemur í tilkynningu Breiðabliks.

Willum er fæddur árið 1998. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Blikum árið 2016 en steig almennilega fram í sviðsljósið síðasta sumar þegar hann skoraði 6 mörk í 19 leikjum í Pepsideildinni.


Fyrir áramót var Breiðablik í viðræðum við Spezia um kaup á Willum. Blikar höfnuðu tveimur kauptilboðum frá ítalska B-deildarliðinu.

Willum var valinn efnilegasti leikmaður Pepsideildarinnar í haust og var hann lykilmaður í því að Blikar enduðu í öðru sæti deildarinnar.

Bate er besta liðið í Hvíta-Rússlandi, er ríkjandi meistari og í efsta sæti deildarinnar eins og er ásamt því að vera sigursælasta félag Hvíta-Rússlands. Liðið hefur verið fastagestur í riðlakeppnum í Evrópukeppni síðustu ár og mætir Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.