Réttarhöldin sögð vera farsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 Quim Torra forseti Katalóníuhéraðs. vísir/getty Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira