Erlent

Vonsvikin prinsessa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Landskjörstjórn útilokaði framboð prinsessunnar, fáeinum dögum etir að um það var tilkynnt og Vajiralongkorn konungur fordæmdi það enda engin hefð fyrir þátttöku konungsfjölskyldunnar í stjórnmálum.
Landskjörstjórn útilokaði framboð prinsessunnar, fáeinum dögum etir að um það var tilkynnt og Vajiralongkorn konungur fordæmdi það enda engin hefð fyrir þátttöku konungsfjölskyldunnar í stjórnmálum. Nordicphotos/AFP
Tími Ubolratana, prinsessu og systur Taílandskonungs, sem forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunar f lokks Taílands var stuttur og sagði prinsessan í gær að það ylli henni vonbrigðum.

Landskjörstjórn útilokaði framboð hennar, fáeinum dögum etir að um það var tilkynnt og Vajiralongkorn konungur fordæmdi það enda engin hefð fyrir þátttöku konungsfjölskyldunnar í stjórnmálum.

„Ég er afar leið yfir þessu öllu saman. Ég vildi einungis vinna fyrir landið og okkur Taílendinga en það hefur valdið vandamálum sem ættu ekki að vera til nú til dags,“ sagði Ubolratana á Instagram.

Í svari landskjörstjórnar við framboði Ubolratana sagði að „allir meðlimir konungsfjölskyldunnar þyrftu að lúta sömu reglum um að fjölskyldan væri hlutlaus og tæki ekki þátt í stjórnmálum“.

Kjörstjórn hefur sömuleiðis tilkynnt um að hún hyggist refsa Þjóðbjörgunarflokknum fyrir þetta meinta brot og jafnvel er talið að hann verði leystur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×