ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 23:29 Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. AP/Felipe Dana Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn. Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn.
Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30