Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 13:09 Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ. Procar.is Fjöldi manns sem keypt hefur bíla af bílaleigum á undanförnum árum hefur leitað til Neytendasamtakanna síðustu daga. Formaður samtakanna segir fólk áhyggjufullt en að unnið sé að gerð lista sem mun auðvelda fólki að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílum þeirra. Atburðarásin hefur verið hröð síðan á þriðjudagkvöld, þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetrafjölda þeirra bíla sem hún seldi á milli áranna 2011 og 2016. Procar hefur verið vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar, fyrrum viðskiptavinir bílaleigunnar íhuga að leita réttar síns auk þess sem kaupendur hafa skilið bíla sem þeir keyptu af Procar fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins. Nú síðast í gærkvöldi greindi Morgunblaðið frá því að alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Procar. Vefsíðan er sögð hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili Procar og veigameiri en nokkur annar milliliður í því að skaffa bílaleigunni viðskipti erlendra ferðamanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. Ekki aðeins áhyggjufullir viðskiptavinir Procar heldur einnig fólk sem keypti bíl af öðrum bílaleigum. „Það hafa margir félagsmenn leitað til okkar í vikunni varðandi þetta mál. Fólk er yfirleitt að spyrjast fyrir, kannað hvort þeirra bílar gætu mögulega hafa verið meðal þeirra sem átt hefur verið við og fólk er náttúrulega áhyggjufullt og er að kanna stöðu sína,“ segir Breki. Neytendasamtökin hafi kallað eftir upplýsingum frá bílaumboðum og vinni nú að gerð gátlista sem ætlað er að aðstoða fólk við að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílunum þeirra. „Við höfum sent út fyrirspurnir til umboða um það hvernig og hvort er hægt að sjá hvort átt hafi verið við kílómetramælinn og munum taka það saman og birta á vefnum okkar snemma í næstu viku,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Fjöldi manns sem keypt hefur bíla af bílaleigum á undanförnum árum hefur leitað til Neytendasamtakanna síðustu daga. Formaður samtakanna segir fólk áhyggjufullt en að unnið sé að gerð lista sem mun auðvelda fólki að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílum þeirra. Atburðarásin hefur verið hröð síðan á þriðjudagkvöld, þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetrafjölda þeirra bíla sem hún seldi á milli áranna 2011 og 2016. Procar hefur verið vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar, fyrrum viðskiptavinir bílaleigunnar íhuga að leita réttar síns auk þess sem kaupendur hafa skilið bíla sem þeir keyptu af Procar fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins. Nú síðast í gærkvöldi greindi Morgunblaðið frá því að alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Procar. Vefsíðan er sögð hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili Procar og veigameiri en nokkur annar milliliður í því að skaffa bílaleigunni viðskipti erlendra ferðamanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. Ekki aðeins áhyggjufullir viðskiptavinir Procar heldur einnig fólk sem keypti bíl af öðrum bílaleigum. „Það hafa margir félagsmenn leitað til okkar í vikunni varðandi þetta mál. Fólk er yfirleitt að spyrjast fyrir, kannað hvort þeirra bílar gætu mögulega hafa verið meðal þeirra sem átt hefur verið við og fólk er náttúrulega áhyggjufullt og er að kanna stöðu sína,“ segir Breki. Neytendasamtökin hafi kallað eftir upplýsingum frá bílaumboðum og vinni nú að gerð gátlista sem ætlað er að aðstoða fólk við að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílunum þeirra. „Við höfum sent út fyrirspurnir til umboða um það hvernig og hvort er hægt að sjá hvort átt hafi verið við kílómetramælinn og munum taka það saman og birta á vefnum okkar snemma í næstu viku,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54
Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15