Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 09:57 Frá björgunaraðgerðum í nótt. Mynd/Rauði krossinn Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins. Noregur Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins.
Noregur Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira