Zola: Sarri í sömu vandræðum og Pep var í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 16:00 Maurizio Sarri og Pep Guardiola. Getty/Alex Livesey Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira