Zola: Sarri í sömu vandræðum og Pep var í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 16:00 Maurizio Sarri og Pep Guardiola. Getty/Alex Livesey Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira