Zola: Sarri í sömu vandræðum og Pep var í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 16:00 Maurizio Sarri og Pep Guardiola. Getty/Alex Livesey Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Gianfranco Zola sér margt svipað með byrjun Maurizio Sarri hjá Chelsea og byrjun Pep Guardiola hjá Manchester City. Gianfranco Zola er aðstoðarmaður Maurizio Sarri hjá Chelsea en það hefur gengið illa hjá Chelsea-liðinu að undanförnu og liðið er eflaust enn að jafna sig eftir rassskellinn á móti Manchester City á dögunum. Chelsea er samt enn með í þremur bikarkeppnum og mætir Manchester United á heimavelli í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins . Síðan tekur við leikur á móti Malmö í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á móti Manchester City um næstu helgi. Maurizio Sarri ætlar ekki að gefa neitt eftir í því að láta Chelsea liðið spila „Sarriboltann“ þótt að hann hafi boðið hættunni heim í 6-0 tapi á móti Manchester City. „Hvernig veist þú að við séum ekki að breyta neinu? Við erum að aðlaga okkur á nokkrum stöðum en við breytum því ekkert hvert við stefnum. Stefnan okkar er alltaf sú sama,“ sagði Gianfranco Zola."I don't believe that this group doesn't care. They care." Gianfranco Zola insists @ChelseaFC players do care, but are playing as individuals instead of a team. Full story https://t.co/Z9C0JerR1N | #CFCpic.twitter.com/CiHOTbzMGj — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 17, 2019„Fyrir tveimur árum voru þið örugglega að spyrja Pep Guardiola sömu spurninganna. Ég man eftir að þið spurðuð hann hvort hann ætlaði að halda áfram að spila boltanum úr vörninni,“ sagði Zola. „Ég man líka að Pep svaraði: Þetta er ekki til umræðu og þetta hluti af mínum leikstíl. Ég veit að við erum að ganga í gegnum vandræði núna en ég ætla ekki að breyta þessu,“ sagði Gianfranco Zola og rifjaði upp fyrsta tímabil Guardiola í enska boltanum. Zola segir að Sarri komi alltaf hreint fram og að hann sé mjög heiðarlegur í sinni nálgun. Þetta á við líka í samskiptum við blaðamann þar sem hann segir stundum aðeins „of mikið“ frá hjartanu. „Kannski hefur Pep líka aðlagast enska boltanum. Hans lið hefur bætt sig mikið og þá sérstaklega af því að hann fékk liðið sitt til að verjast betur, pressa betur og spila betri sóknir. Hann hefur vissulega aðlagast eitthvað en hann hefur ekki breytt sýn sinni á fótboltann,“ sagði Zola. „Ég sé okkur vera á sama stað núna. Það eru margar spurningar og efasemdir um það sem við erum að gera en við erum að reyna að aðlaga okkur að deildinni og gerum einhverjar breytingar. Við breytum hins vegar ekki sýn okkar á fótboltann og skoðun okkar hvað sé gott fyrir klúbbinn. Annars værum við ekki neitt,“ sagði Zola.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira