Enski boltinn

Liverpool kom út í mestum plús í janúarglugganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominic Solanke á æfingu með Liverpool með þeim Georginio Wijnaldum, Alisson Becker, Roberto Firmino, Nathaniel Clyne, Joe Gomez og Fabinho.
Dominic Solanke á æfingu með Liverpool með þeim Georginio Wijnaldum, Alisson Becker, Roberto Firmino, Nathaniel Clyne, Joe Gomez og Fabinho. Getty/Andrew Powell
Chelsea eyddi mest í nýja leikmenn og ManchesterCity seldi fyrir mestan pening en það var Liverpool sem „græddi“ mest í janúarglugganum af liðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Sky Sports tók saman eyðslu liðanna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni í janúarglugganum.

Chelsea eyddi langmestum peningi í glugganum með því að kaupa hinn bandaríska Christian Pulisic fyrir 57,6 milljónir punda en hann mun þó klára tímabilið með BorussiaDortmund.

Chelsea fékk líka GonzaloHiguain á láni frá ACMilan með möguleika á því að kaupa hann í sumar. Arsenal gerði svipaða hluti með DenisSuarez frá Barcelona.

Bournemouth var í öðru sæti yfir mestu eyðsluna en félagið fékk DominicSolanke frá Liverpool fyrir 19 milljónir punda og ChrisMepham, varnarmann Brentford, fyrir 12 milljónir punda.

Newcastle komst upp í þriðja sætið með því að gera MiguelAlmiron að dýrasti leikmanni félagsins frá upphafi.

Sala Liverpool á fyrrnefndum DominicSolanke fyrir 19 milljónir punda var eina kaup eða sala toppliðsins í þessum félagsskiptaglugga.

Það var hins vegar ManchesterCity sem seldi leikmenn fyrir mestan pening eða alls 22 milljónir punda. City seldi BrahimDiaz til RealMadrid fyrir þann pening.

Mesta eyðsla í janúarglugganum:

1. Chelsea 57,6 milljónir punda

2. Bournemouth 31 milljón punda

3. Newcastle 21 milljón pund

4. Wolves 18 milljónir punda

5. ManchesterCity 7 milljónir punda

6. CardiffCity 3 milljónir punda

Sala fyrir mestan pening í janúarglugganum:

1. ManchesterCity 22 milljónir punda

2. Liverpool 19 milljónir punda

3. Wolves 16,5 milljónir punda

4. Burnley 10 milljónir punda

5. Tottenham 9 milljónir punda

Mesti gróði félaga í janúarglugganum:

1. Liverpool +19 milljónir punda

2. ManchesterCity +15 milljónir punda

3. Burnley 10 milljónir punda

4. Tottenham +9 milljónir punda

5. Wolves +1,5 milljón punda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×