Enski boltinn

Benitez vill að janúarglugginn verði fimmtán dagar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez hress á æfingu Newcastle í gær.
Benitez hress á æfingu Newcastle í gær. vísir/getty
Rafael Benitez, stjóri Newcastle, segir að það eigi að breyta janúarglugganum og vill hann stytta gluggann svo um munar.

Newcastle sló félagsmet er liðið keypti Miguel Almiron frá Atlanta United úr MLS-deildinni en Benitez er þrátt fyrir það ósáttur við gluggann og segir að það verði að breyta honum.

„Góði hluturinn er að þessu er lokið. Við töluðum saman í ágúst um félagsskiptagluggann og þá sagði ég að hann ætti að loka áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Benitez og hélt áfram:

„Í janúar er nákvæmlega sama uppi á teningunm svo ég held að glugginn núna ætti að vera styttri. Á fimmtán dögum geturu gert kaup og svo geturu einbeitt þér að fótboltanum.“

„Þegar þú hefur einn mánuð og ert einnig að spila sex eða sjö leiki þá verður truflaður. Svo ég held að annar punktur fyrir framtíðina verður að breyta janúar-glugganum í fimmtán daga,“ sagði Benitez.

Newcastle vann frábæran sigur á Manchester City á þriðjudagskvöldið en í hádegisleiknum í dag mætir liðið öðru toppliði, Tottenham, á útivelli en Newcastle er í fjórtánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×