Enski boltinn

Sjáðu þrumufleyg Higuain, mikilvægt sigurmark Son og öll mörk gærdagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Higuain fagnar öðru marki sínu í gær.
Higuain fagnar öðru marki sínu í gær. vísir/getty
Það voru sextán mörk skoruð í þeim sjö leikjum sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en flest komu á Stamford Bridge þar sem Chelsea bauð upp á sýningu.

Son Heung-min var hetja Tottenham í fyrsta leik gærdagsins er hann skoraði sigurmark Tottenham sjö mínútum fyrir leikslok. Með markinu skaut hann Tottenham upp í annað sæti deildarinnar.

Chelsea tapaði óvænt gegn Bournemouth í vikunni en svaraði því með 5-0 sigri á Huddersfield í dag þar sem Gonzalo Higuain skoraði meðal annars tvö mörk. Annað mark hans var afar laglegt.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfitt með að vinna tvo leiki í röð en þeir töpuðu 3-1 fyrir Wolves á Goodison Park í dag en sigurinn var afar sanngjarn.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í rúman hálftíma er Burnley gerði 1-1 jafntefli við Southampton og Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn er Cardiff vann 1-0 sigur á Bournemouth á heimavelli.

Öll úrslit dagsins:

Tottenham - Newcastle 1-0

Brighton - Watford 0-0

Burnley - Southampton 1-1

Chelsea - Huddersfield 5-0

Crystal Palace - Fulham 2-0

Everton - Wolves 1-3

Cardiff - Bournemouth 2-0

Chelsea - Huddersfield 5-0:
Klippa: FT Chelsea 5 - 0 Huddersfield
Burnley - Southampton 1-1:
Klippa: FT Burnley 1 - 1 Southampton
Cardiff - Southampton 2-0:
Klippa: FT Cardiff 2 - 0 Bournemouth
Everton - Wolves 1-3:
Klippa: FT Everton 1 - 3 Wolves
Crystal Palace - Fulham 2-0:
Klippa: FT Crystal Palace 2 - 0 Fulham
Brighton - Watford 0-0:
Klippa: FT Brighton 0 - 0 Watford
Tottenham - Newcastle 1-0:
Klippa: FT Tottenham 1 - 0 Newcastle





Fleiri fréttir

Sjá meira


×