Enski boltinn

Pochettino: Son er eins og batterí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir á góðri stundu.
Strákarnir á góðri stundu. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hrósaði Son Heung-min í hástert eftir að Son tryggði Tottenham 1-0 sigur á Newcastle í hádegisleik dagsins.

Sigurmarkið kom sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma en eftir að hafa komið til baka úr Asíukeppninni hefur Son skorað í tveimur síðustu leikjum Tottenham.

„Sonny er eins og batterí - hann vinnur, vinnur og vinnur þangað til batteríið er búið,“ sagði Pochettino eftir sigur dagsins.

„Hann er eins og hann er. Hann gefur allt í þetta og þegar hann er búinn á því lætur hann vita að hann þarf pásu. Á vellinum er hann alltaf 100% tilbúinn í hverja einustu baráttu.“

„Hann leggur svo hart að sér. Hann gefst aldrei upp og reynir, reynir, reynir og reynir,“ sagði Argentínumaðurinn rúmlega ánægður með Suður-Kóreumanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×