Enski boltinn

Leeds missti toppsætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Leeds svekktir í dag.
Leikmenn Leeds svekktir í dag. vísir/getty
Leeds er komið niður í annað sæti ensku B-deildarinnar eftir að liðið tapaði toppslagnum gegn Norwich í dag, 3-1.

Það byrjaði ekki vel fyrir Leeds því eftir fimm mínútur voru þeir lentir undir. Mario Vrancic kom þeim yfir og fyrrum Bröndby-framherjinn, Teemu Pukki, tvöfaldaði forystua á 35. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þangað til tólf mínútum fyrir leikslok er Mario Vrancic skoraði annað mark sitt og þriðja mark Norwich. Þar gerði hann út um leikinn.









Patrick Bamford klóraði í bakkann fyrir Leeds í uppbótartíma en með sigrinum fer Norwich á toppinn á markatölu. Leeds er í öðru sætinu en bæði lið eru með 57 stig.

Sheffield United er svo í þriðja sætinu með 54 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×