Enski boltinn

Stjóri Gylfa skilur gremju stuðningsmanna Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva á hliðarlínunni í dag.
Silva á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, var ekki brattur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap Everton gegn Wolves á heimavelli í dag.

Everton hefur unnið einn af síðustu sex heimaleikjum sínum og er komið niður í níunda sæti deildarinnar eftir afar magurt gengi undanfarnar vikur.

„Ég skil þá (stuðningsmennina). Auðvitað búast þau við góðum eftirmiðdegi eftir síðasta sigur á Goodison. Þau vonast eftir að komast hér, sjá okkur vinna og ná stöðu í deildinni sem við viljum,“ sagði Silva.

„Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og auðvitað þegar þau sáu frammistöðu okkar voru þau ekki sátt. Ég er bara hér til þess að segja að ég og leikmennirnir erum ekki sáttir og ég get ímyndað mér hvernig stuðningsmennirnir eru.“

„En það er okkar að halda áfram að berjast og bæta okkur. Við þurfum að bæta okkur og hætta að gefa hlutina svona auðveldlega til liðanna sem við mætum,“ sagði Silva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×