Enski boltinn

Pochettino: Mun aldrei halda með Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino vísir/getty
Arsenal getur gert nágrönnum sínum í norður Lundúnum greiða með því að vinna Manchester City í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir það mun Mauricio Pochettino þó ekki halda með Arsenal.

Tottenham komst upp fyrir Manchester City og í annað sæti úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið vann Newcastle. City kemst aftur upp fyrir Tottenham vinni Englandsmeistararnir Arsenal í dag.

Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, var spurður að því eftir leikinn í gær hvort hann myndi halda með Arsenal í dag og svarið var einfalt.

„Nei. Aldrei. Nei. Ég mun horfa á leikinn en mun ekki halda með neinum, ég horfi á leikinn og tek þeim úrslitum sem koma.“

„Við munum alltaf trúa á okkur sjálfa. Við erum hér því við trúum á okkur. Ef við getum barist á toppnum allt til enda þá gerum við það. Í dag erum við í öðru sæti því við eigum skilið að vera þar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×