Enski boltinn

Kane gæti snúið aftur fyrr en áætlað var

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane er hann meiddist í leiknum gegn United.
Kane er hann meiddist í leiknum gegn United. vísir/getty
Harry Kane, framherji og fyrirliði Tottenham, gæti komið fyrr en áætlað er inn í lið Tottenham en enski landsliðsfyrirliðinn er að jafna sig á ökkla meiðslum.

Kane sleit liðbönd í ökkla í leik gegn Manchester United í síðasta mánuði og hefur misst af síðustu fimm leikjum Tottenham í öllum keppnum.

Ekki var búist við kane fyrr en um miðjan mars mánuð og var ekki búist við því að hann myndi æfa með liðinu fyrr en um miðjan mars en hann er vongóður um að komast fyrr á völlinn.

„Þetta gengur vel. Ég fór í burtu í betra veður og við erum að gera þetta stigvaxandi. Við munum sjá hvernig þetta fer í næstu viku er ég byrja í boltaæfingum. Þá sjáum við hvernig ökklinn bregst við,“ sagði Kane við Sky Sports.

„Þetta hefur gengið vel hingað til en við verðum að bíða og sjá til þess að þetta verði gert rétt. Ég hef aldrei sett dagsetningu á meiðslin. Ökklinn er góður núna og svo lengi sem hann helst þannig væri það frábært. “

Totenham hefur unnið alla þrjá deildarleikina í fjarveru Kane en það hefur verið mikil dramatík í þeim leikjum. Fyrirliðinn segir að það hafi verið erfitt að horfa á leikina úr stúkunni.

„Þetta hefur verið stressandi en hafa verið frábærir sigrar. Auðvitað væri ég til í að vera á vellinum og hjálpa liðinu en þú verður að hafa jákvætt hugarfar. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég kominn til baka sem fyrst,“ sagði Kane.

Kane var viðstaddur Ofurskálina í nótt sem leikinn var í Atlanta en hann birti mynd af sér og NFL-leikmanninum, JJ Watt, á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×