Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr stórleiknum og mikilvægt sigurmark Rashford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United fagna sigurmarki Rashford.
Leikmenn United fagna sigurmarki Rashford. vísir/getty
Forskot Liverpool er tvö stig eftir leiki gærdagsins í enska boltanum en Liverpool leikur í kvöld gegn West Ham á útivelli.

Marcus Rashford skoraði eina markið er Manchester United vann 1-0 sigur á Leicester á útivelli en með sigrinum er United komið þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Stórleikur helgarinnar var svo á Etihad-leikvanginum þar sem Sergio Aguero afgreiddi Arsenal með þremur mörkum. Kolasinac skoraði mark Arsenal er hann jafnaði í 1-1.

Mörkin úr leikjum helgarinnar má sjá hér að neðan en flautað verður til leiks í leik West Ham og Liverpool klukkan 20.00 í kvöld. Leikurinn að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.

Manchester City - Arsenal 3-1
Klippa: FT Manchester City 3 - 1 Arsenal
Leicester - Manchester United 0-1
Klippa: FT Leicester 0 - 1 Manchester Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×