Enski boltinn

Enska landsliðið fékk innblástur af NFL á HM í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate á hliðarlínunni í Þjóðadeildinni en hann hefur gert flotta hluti með England.
Southgate á hliðarlínunni í Þjóðadeildinni en hann hefur gert flotta hluti með England. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir að England hafi nýtt sér mikið úr NFL á HM í Rússlandi í sumar þar sem England fór alla leið í undanúrslit.

Southgate var gestur Sky Sports í nótt í umfjöllum um úrslitaleik NFL-deildarinnar, Ofurskálina, þar sem New England Patrios unnu 13-3 sigur á Los Angeles Rams.

Þar sagði Southgate frá því hvernig liðið nýtti sér nokkra hluti úr NFL sem hjálpuðu enska liðinu á HM í sumar.

„Við skoðuðum allt. Við litum þjálfaratæknina í NFL-deildinni, sérstaklega hjá þeim þjálfurum sem eru sérhæfðir,“ sagði Southgate og átti þá við varnarþjálfara, sóknarþjálfara og svo framvegis.

„Við skoðuðum hvernig þeir héldu sína fjölmiðladaga, hvernig samskiptin voru við fjölmiðla og það var mjög mikilvægt fyrir okkur í sumar.“

England skoraði níu af sínum tólf mörkum í sumar úr föstum leikatriðum; þar að segja aukaspyrnum, hornspyrnum og vítaspyrnum en liðið bætti met Portúgals frá 1966 um flest mörk skoruð úr föstum leikatriðum.

„Við vorum altaf að skoða þetta uppsettu atriði. Upplýsingarnar sem NFL-þjálfararnir fara í eru stórkostlegar. Við vorum á ráðstefnu í gær með nokkrum þjálfurum frá Atlanta Falcons,“ sagði Southgate afar hrifinn en Falcons er eitt liðanna í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×