Enski boltinn

Liverpool hefur burstað West Ham fjórum sinnum í röð: Sama uppi á teningnum í kvöld?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool fagnar í fyrri leik liðanna á þessari leiktíð.
Liverpool fagnar í fyrri leik liðanna á þessari leiktíð. vísir/getty
Liverpool getur aftur náð fimm stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilar við West Ham á útivelli í síðasta leik 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester City náði að minnka forskot Liverpool niður í tvö stig með sigri á Arsenal í stórleik helgarinnar í gær þar sem Argentínumaðurinn Sergio Aguero skoraði þrjú mörk.

Liverpool mætir á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum í kvöld þar sem þeir spila ivð West Ham en West Ham er í tólfta sæti deildarinnar með 31 stig. Þeir hafa verið upp og niður það sem af er tímabili.





Liverpool hefur haft tröllatak á Lundúnarliðinu í síðustu fjórum viðureignum liðanna. Þeir hafa unnið síðustu fjóra leiki liðanna og samanlagt með markatöluna 16-2.

Það verður því fróðlegt að sjá hvað gerist í kvöld og spurning hvort að áhyggjur stuðningsmanna Liverpool fyrir leiknum í kvöld séu einfaldlega óþarfar. Það kemur þó í ljós í kvöld.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en flautað verður til leiks klukkan 20.00.

Síðustu fjórir leikir liðanna:

14. maí 2017 West Ham - Liverpool 0-4

4. nóvember 2017 West Ham - Liverpool 1-4

24. febrúar 2018 Liverpool - West Ham 4-1

12. ágúst 2018 Liverpool - West Ham 4-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×