Innlent

Tvær lokanir milli Hvolsvallar og Hafnar á morgun

Sylvía Hall skrifar
Vegirnir verða lokaðir á meðan veður sem er spáð gengur yfir.
Vegirnir verða lokaðir á meðan veður sem er spáð gengur yfir. vísir/vilhelm
Búast má við að vegir milli Hvolsvallar og Víkur annars vegar og Skeiðarársands og Öræfasveitar hins vegar verði lokaðir á meðan veður sem spáð er gengur yfir. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Fyrirhuguð lokun milli Hvolsvallar og Víkur er frá 12:00 á morgun, 5. febrúar og er búist við að vegurinn opni á ný klukkan 04:00 þann 6. febrúar. Vegurinn milli Skeiðarársands og Öræfasveitar lokar klukkan 16:00 á morgun og er líkleg opnun klukkan 10:00 þann 6. febrúar.

Þá er varað við lélegu skyggni þegar lausamjöllin fer af stað í fyrramálið víða Suðvesturlands og austur með suðurströndinni, meðal annars á Kjalarnesi, Suðurlandsvegi sem og í efri byggðum Höfuðborgarsvæðisins. 

Hlánar á láglendi neðan 200 metra og hætt er við flughálku. Þá hvessir enn frekar upp úr hádegi og er vegfarendum bent á að kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar svo yfirborðið getur verið hált þrátt fyrir hálkuvarnir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×