Innlent

Tvær lokanir milli Hvolsvallar og Hafnar á morgun

Sylvía Hall skrifar
Vegirnir verða lokaðir á meðan veður sem er spáð gengur yfir.
Vegirnir verða lokaðir á meðan veður sem er spáð gengur yfir. vísir/vilhelm

Búast má við að vegir milli Hvolsvallar og Víkur annars vegar og Skeiðarársands og Öræfasveitar hins vegar verði lokaðir á meðan veður sem spáð er gengur yfir. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Fyrirhuguð lokun milli Hvolsvallar og Víkur er frá 12:00 á morgun, 5. febrúar og er búist við að vegurinn opni á ný klukkan 04:00 þann 6. febrúar. Vegurinn milli Skeiðarársands og Öræfasveitar lokar klukkan 16:00 á morgun og er líkleg opnun klukkan 10:00 þann 6. febrúar.

Þá er varað við lélegu skyggni þegar lausamjöllin fer af stað í fyrramálið víða Suðvesturlands og austur með suðurströndinni, meðal annars á Kjalarnesi, Suðurlandsvegi sem og í efri byggðum Höfuðborgarsvæðisins. 

Hlánar á láglendi neðan 200 metra og hætt er við flughálku. Þá hvessir enn frekar upp úr hádegi og er vegfarendum bent á að kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar svo yfirborðið getur verið hált þrátt fyrir hálkuvarnir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.