Miðflokksmenn vilja banna ljósmyndun innan og utan dómhúsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 15:56 Þorsteinn telur það geta haft áhrif á sakborninga, vitni og fleiri ef þeir eiga von á myndatökum á leið til þinghalds. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00