Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Ráðherra ræddi við dómara og lögmenn í upphafi fundar. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira