Vilja svör frá Landsrétti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2018 07:30 Svört tjöld voru sett upp í Landsrétti á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton Brink Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04