Prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 23:00 Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs fagna saman einum af titlunum 34 sem þeir unnu saman. Getty/John Peters Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00